Ég er ekki frá því að í kvöld, hafi ég verið örlitlu frá taugaáfalli ! Sagan byrjar svona :
Ég, Mamma,
Finnur og
Björgvin vorum að horfa á ring 2 .. Japönsku myndina .. og í einu atriðana var kona, sem var bakvið vegg með hálft handlitið og hinn helmingurinn horfði grimmdarlega á manneskju, og það atriði fannst mér ógeðslegt .. bara sjá hálft, alvarlegt andlit er ógeðslegt, og ég minntist á það við þau! Og ég ákveð að fara frammí þvottahús að ná mér í kók (Geymdi það í frysti í smá tíma) og þegar ég kem fram, þá horfi ég á gólfið og sé fætur, lít aðeins lengra upp og sé á græna bolnum að þetta er Björgvin bróðir, og ég lít á andlitið og sé að það er hálft, og hinn helmingurinn er bakvið vegg.. ég horfi í smástund og
öskra eins og villihestur á leið til betra lífs !
Nú er
Björgvin og vinirnir, að hlæjandi að þessu atviki! Hálft, alvarlegt andlit .. er VIÐBJÓÐUR !
p.s, Björgvin, þetta verður seint fyrirgefið !
-
Helgi|
2:49 AM |