Veðrið hérna á Egilsstöðum(Og Fellabæ auðvitað!) er alveg snargeðveikt !! Byrjaði kl 3-4 í nótt og gat ég varla sofið fyrir vindi og roki .. og klökum sem duttu niður á gluggan .. Ég spái því að eftir sirka 2 daga ..verði engin Fellabær til ..svo ég vil bara segja hversu frábær þessi bær er .. gaman að búa í honum og ég mun sakna hans gífurlega mikið ! Ég flutti hingað fyrst þegar ég var sirka 2 ára gamall og hef búið hér síðan . Hérna kynntist ég flestum vinum mínum,Hjálmari og Fanney..og mikið af fleirum, og en ég vil bara segja að það þarf kraftaverk til að bjarga Fellabæ .. vertu sæll Fellabær..
...sennilega í síðasta sinn sem ég fer í olís í Fellabæ...Veriði sæl.
Jæja! Ég hef ekki nennt að blogga heillengi vegna mikilla leti , hef frá mörgu að segja núna, TILDÆMIS fór ég til Reykjarvíkur .. í jarðarför og var það mjög falleg athöfn .. gisti ég síðan hjá hinum þekkta bloggara Finni.tk..betur þekktur sem bróðir minn . Síðan var farið í keilu, og ég hef ekki skemmt mér svona vel síðan 1942 í síldinni .. en ég og
Óli , betur þekktur sem gítarleikari í Atómstöðinni, en alls fórum við 7 í keilu og voru þau eftirfarandi ;
Óli Rúnar , ,
Finnur.tk, Kalli ,
Björgvin .. betur þekktur sem Lubbi Klettaskáld, Markús og hún Anna ..sem er kærasta Óla . Eins og ég sagði, var ég og
Óli Rúnar efstir allan tímann , en í lokin hefði ég getað unnið þetta ..en hey ..ég klúðraði og kúlan fór á endan og fellti enga keilu..ég var að vona að engin hefði séð það og renndi mér á keilurnar, EN þau voru öll að horfa svo þetta var frekar vandræðalegt kvöld ! Síðan leigðum við okkur spólu sem kallaðist "Shaolin Soccer" og er frekar fyndin mynd .. þetta fjallaði um menn með ofurhæfileika í fótbolta, rétt eins og í skot og mark eða Kýklóparnir og skemmti ég mér fáránlega vel þetta kvöld . Kvöldið eftir fórum við
Finnur.tk,
Björgvin og Pabbi í bíó, á myndina
Mystic River, ekkert voðalega góð mynd en samt gaman að fara í bíó með helmingnum í fjölskyldunni í bíó . Síðan daginn eftir fór ég austur og í skólann! Ég skemmti mér alveg ótrúlega vel þarna í Reykjarvíkinni og vona að ég fari aftur þangað bráðlega . Annars er ég núna að fara gera dönskustíl..og efast ekki um að skemmta mér betur við það en ég Zzzzz.......
-
Helgi|
12:11 AM |